Pollúx
Útlit
Pollúx er appelsínugul risastjarna í 34 ljósára fjarlægð frá sólinni í Tvíburamerkinu. Hún er bjartasta stjarnan í því merki og sú risastjarna sem næst er sólu.
Árið 2006 var staðfest að hún hefði reikistjörnu (í fyrstu nefnt Pollúx B, þá Þestías) á sporbraut í kringum sig. Þvermál Pollúx er um níu sinnum meira en sólarinnar.