[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Bangor (Wales)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Séð yfir Bangor.

Bangor er borg og sveitarfélag í Gwynedd í norðvesturhluta Wales. Hún er elsta borg Wales og ein fámennasta borg Bretlands. Hún var sögulega hluti af sýslunni Caernarfonshire og er ein af sex borgum í Wales.

Íbúar Bangor voru 18.808 manns árið 2011, en þar af voru 10.500 manns nemendur þar sem háskóli er í borginni. Árið 2001 töluðu 46,6% íbúa sem ekki eru nemendur velsku.

Sögu borgarinnar má rekja til 6. aldar þegar dómkirkja var reist þar. Sóknin er ein sú elsta á Bretlandi, þó dómirkjunni sjálfri hafi verið breytt nokkrum sinnum í gegnum tímann.

Heimild

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.