[go: up one dir, main page]

Mól

mælieining efnismagns

Mól er grunnmælieining SI-kerfisins fyrir efnismagn ("fjöldi af efni"), táknuð með mol. Eitt mól er skilgreint sem nákvæmlega 6,022 140 76×1023 einingar, t.d., atóma, sameinda, jóna eða rafeinda.

Núverandi skilgreining var tekin upp í nóvember 2018, leysir af eldri skilgreiningu (ekki sú fyrstu) en samkvæmt þeirri er mól fjöldi agna sem samsvarar fjölda frumeinda í 12 grömmum af kolefnissamsætunni 12C. Þessi fjöldi er kenndur við ítalska vísindamanninn Amadeo Avogadro og nefnist Avogadrosartala (stundum einnig tala Loschmidts).

Deilur vegna mólsins

breyta

Lengi vel voru eðlisfræðingar og efnafræðingar ósammála um hvernig bæri að skilgreina mól. Samtök eðlisfræðinga skilgreindu mól sem þann fjölda súrefnisatóma sem höfðu massann 16 g í gasi af 16O, en samtök efnafræðinga skilgreindu mól sem þann fjölda súrefnisatóma sem hefði massann 16 g í náttúrulegu súrefni. Þar sem súrefni kemur fyrir á jörðinni sem fleiri en ein samsæta var nokkur munur á þessum skilgreiningum. Þar að auki breytist samsætuhlutfall súrefnis í náttúrulegu súrefni með tímanum sem gerir það að verkum að skilgreining út frá náttúrulegu súrefni verður háð ákveðnum tímapunkti. Sá ágreiningur hefur nú verið lagður til hliðar og báðar fylkingarnar styðjast við SI-skilgreiningu.

Alþjóðlegi móldagurinn

breyta

Alþjóðlegi móldagurinn er 23. október. Bandarísku mólsamtökin (á ensku: National Mole Day Foundation) halda ráðstefnu ár hvert þann 23. október kl. 06:02 (e.h.) til að fagna skilgreiningu mólsins. 1 mól er u.þ.b. 6,02×1023 einingar og því var ákveðið að halda ráðstefnuna kl. 6:02 (e.h.) þann 23. október (10/23 skv. bandarískri ritvenju).

Tenglar

breyta

Heimasíða bandarísku mólsamtakanna (National Mole Day Foundation)