Lakshadweep
Lakshadweep er eyjaklasi í Lakkadívahafi 200 til 440 km suðvestur af suðurodda Indlands. Eyjarnar eru alríkishérað Indlands. Tíu þeirra eru í byggð og er samanlagður íbúafjöldi um 65 þúsund. Yfir 90% íbúa eru múslimar og 85% tala malajalam. Undirstaða efnahagslífs eyjanna eru túnfiskveiðar og kókosrækt en ferðaþjónusta fer líka vaxandi.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Lakshadweep.