[go: up one dir, main page]

Hræsvelgur er jötunn í norrænni goðafræði, hann er í arnarham og situr við enda veraldar og frá honum koma vindar.

Eins og stendur í Vafþrúðnismálum:[1]

   Hræsvelgr heitir, 
   er sitr á himins enda, 
   iötunn í arnar ham; 
   af hans vængiom 
   kvæða vind koma 
   alla menn yfir. 

Í Gylfaginningu er sagt að hann sé "á norðanverðum himins enda".[2]

Nafnið Hræsvelgur þýðir sá sem gleypir hræ.[3]

Tilvísanir

breyta
  1. „Vafþrúðnismál, 37“. www.snerpa.is. Sótt 9. desember 2023.
  2. „Gylfaginning, kafli 18“. www.snerpa.is. Sótt 9. desember 2023.
  3. Simek, Rudolf (2006). Lexikon der germanischen Mythologie. Kröners Taschenausgabe (3., völlig überarbeitete Aufl. útgáfa). Stuttgart: Alfred Kröner. ISBN 978-3-520-36803-4.
   Þessi menningargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.