[go: up one dir, main page]

Þjóðfáni Dana, kallaður Dannebrog, og fyrrverandi fáni Íslendinga, er rauður fáni með hvítum krossi sem nær út í jaðra fánans.

Núverandi útgáfa af Dannebrog eða danska fánanum. Þessi útgáfa kallast Stutflag og er ætluð til almenningsnota. Hlutföll: 28:37

Hönnun krossfána Dana var síðar höfð að leiðarljósi þegar fánar Svíþjóðar, Noregs, Finlands og Íslands voru hannaðir. Á tíma Kalmarsambandsins var danski fáninn einnig fáni Noregs allt fram til 1821 með smávægilegum breytingum og fáni Íslands allt fram til 1913 þegar Íslendingar vildu fá nýjan fána, helst bláan með hvítum krossi, sem kallaður hefur verið Hvítbláinn. Nýr íslenskur fáni var samt ekki samþykktur opinberlega fyrr en 17. júní 1944. Danski fáninn er elstur allra þjóðfána sem nú eru í notkun. Saga hans er rakin allt aftur til 14. aldar. Litirnir á danska fánanum tákna eld og frið.

Sjá einnig

breyta