[go: up one dir, main page]

Epli

aldinávöxtur

Epli er aldinávöxtur eplatrésins (fræðiheiti: Malus domestica) sem er af rósaætt. Eplatré eru lauftré sem komu upprunalega frá Mið-Asíu. Trjátegundina Malus sieversii er enn í dag hægt að finna í fjallendum Mið-Asíu.

Epli
Ýmsar eplasortir
Ýmsar eplasortir
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Rósabálkur (Rosales)
Ætt: Rósaætt (Rosaceae)
Undirætt: Maloideae
Ættkvísl: Malus
Tegund:
M. domestica

Tvínefni
Malus domestica
Borkh.

Til eru yfir 7.500 þekkt plöntuafbrigði af eplum. Epli er sá ávöxtur sem er hvað mest ræktaður í heiminum. Þau eru ýmist með gult, grænt eða rautt hýði eða þá að litur þeirra er blanda af þessum litum. Epli eru notuð í margvíslega matargerð, þau eru elduð, borðuð fersk og eplasafi og eplasíder eru vinsælir drykkir.

Epli koma fyrir í goðsögum og trúarbrögðum margra menningarheima.

Árið 2010 var erfðamengi eplisins ráðið sem varð til þess að framfarir urðu á sviði læknisfræði og sértækrar ræktunar epla. Það ár er áætlað að um 69 milljón tonn af eplum hafi verið ræktuð í heiminum og þar af hafi um helmingur verið ræktaður í Kína. Næst á eftir koma Bandaríkin með um 6% framleiðslunnar, því næst Tyrkland, Ítalía, Indland og loks Pólland.

Menningarlegar vísanir

breyta

Barkakýlið sem skagar út úr hálsi karla stundum kallað adamsepli og á það rætur í þjóðsagnakenndri síðari tíma skýringu á fyrstu Mósebók og brottrekstri Adams og Evu úr aldingarðinum Eden. Oft er sagt að skilningstréð hafi verið eplatré og eplið hafi staðið í Adam þegar hann beit í það í óþökk guðs. Í hebreskri útgáfu Biblíunnar kemur ekki fram hvers konar ávöxt var um að ræða en misskilninginn má rekja[heimild vantar] til þýðingar á latneska orðinu malum sem merkir bæði illsku og epli. Orðið er þó ekki notað í latneskri þýðingu Biblíunnar því þar er notað orðið fructus, sem merkir „ávöxtur“.

Í norrænni goðafræði er sagt frá því í upphafi Skáldskaparmála Eddu Snorra Sturlusonar að gyðjan Iðunn hafi átt að gæta gullepla sem tryggðu goðunum eilífa æsku.

Í grískri goðafræði koma epli meðal annars við sögu í frásögninni af þrætueplinu og gullnu eplum Vesturdísanna.

Epli koma við sögu í mörgum þekktum ævintýrum meðal annars sögunni af Mjallhvíti þar sem vonda stjúpan gaf Mjallhvíti eitrað epli.

Ýmsar sortir af eplum

breyta

Nokkrar sortir sem eru notaðar á Íslandi[1]

breyta

Tilvísanir

breyta