Eik banki
Eik Banki er færeyskt fjármálafyrirtæki sem var einn af stærstu bönkum landsins. Hann var stofnaður árið 1832 og starfrækti útibú í Danmörku. Bankinn var á sviði viðskiptabanka, verðbréfa og fasteignafjárfestinga. Bankinn var þjóðnýttur af Danmörku í október 2010 vegna slæmrar eiginfjárstöðu. Útibú bankans í Danmörku voru seld síðar til Sparekassen Lolland.
Eik banki | |
Rekstrarform | Hlutafélag |
---|---|
Stofnað | 1832 |
Staðsetning | Þórshöfn, Færeyjum |
Lykilpersónur | Henrik Bjerre-Nielsen, stjórnarformaður |
Starfsemi | bankastarfsemi |
Tekjur | DKK 1.344 milljónir (2009) [1] |
Hagnaður f. skatta | DKK -386 milljónir (2009) [1] |
Hagnaður e. skatta | DKK -297 milljónir (2009) [1] |
Starfsfólk | 330 (2009)[1] |
Vefsíða | eikbank.com |
Saga
breytaEik var stofnaður árið 1832 sem sparisjóður. Árið 1992 var honum breytt í banka og árið 2002 í hlutafélag. Þann 11. júlí 2007 var fyrirtækið skráð í Íslensku- og Dönsku kauphöllinni sem Eik banki P/F.
Í danmörku átti Eik banki dótturfélag, Eik bank Danmark A/S. Árið 2007 tók dótturfyrirtækið yfir útibú Sænska Skandiabankans í Danmörku sem var síðar sameinað fyrirtækinu í desember 2007. Í sama mánuði keypti Eik banki færeyskt útibú Kaupþings banka.[2]
Fyrirtækið og danska dótturfyrirtækið voru yfirtekin af Danska fjármálaeftirlitinu í Október 2010 eftir að bankinn hafði ekki uppfyllt reglur um eiginfjárstöðu.[3] Tilkynnt var um stöðvun viðskipta bankans í fréttum og bankinn afskráður úr Íslensku kauphöllinni.[4]
Dótturfyrirtæki Eik banka (Eik Bank Danmark A/S) var selt til svæðisbankans Sparekassen Lolland fyrir 336 milljón danskar krónur þann 17. desember 2010.[5] Eftir sölu dótturfyrirtækisins var aðalmarkaður fyrirtækisins á viðskiptabankasviði innan Færeyja og eignarhald á stærsta fasteignafjárfestingafélagi færeyja, Inni P/F.
Heimildir
breyta- ↑ 1,0 1,1 1,2 1,3 Árskýrsla Eik banka[óvirkur tengill]
- ↑ Johnson, Simon (28. desember 2007). „Iceland's Kaupthing Sells Faroes Unit“. Reuters.
- ↑ Acher, John; Levring, Peter (1. október 2010). „Danish authority takes over Faroese bank Eik Banki“. Reuters.
- ↑ „Shares issued by EIK BANKI P/F removed from trading“. Nasdaq OMX Iceland. 23. desember 2010.
- ↑ Durhan, Erik (17. desember 2010). „Sparekassen Lolland A/S Acquires Eik Bank Retail Business“. The Wall Street Journal Europe. Dow Jones Newswires.