[go: up one dir, main page]

Aceh er hérað í Indónesíu, á norðurodda eyjunnar Súmötru. Höfuðstaður héraðsins er Banda Aceh. Norðan við Aceh er Andamanhaf og Andaman- og Níkóbareyjar sem tilheyra Indlandi, en austan við héraðið er Malakkasund og Malakkaskagi.

Kort sem sýnir Aceh-hérað í Indónesíu (grænt)

Aceh var miðstöð soldánsdæmisins Aceh frá 15. öld til upphafs 20. aldar. Soldánsdæmið Samudera Pasai sem var á norðurströnd núverandi Aceh-héraðs frá 13. öld til 16. aldar lék lykilhlutverk í útbreiðslu Íslam í Suðaustur-Asíu vegna áhrifa arabískra kaupmanna.

Aceh var næst miðju jarðskjálftans í Indlandshafi 2004 og flóðbylgjan eyddi stærstum hluta af vesturströnd héraðsins. Um 170.000 manns létust eða týndust í hamförunum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.