[go: up one dir, main page]

ASCII (borið fram „askí“), skammstöfun fyrir American Standard Code for Information Interchange, er stafalykill fyrir rafræn samskipti.[1] Fyrsta útgáfa staðalsins var gefin út af Bandaríska staðlaráðinu 1963 með 7 bita lykla fyrir 26 bókstafi enska stafrófsins, bæði hástafi og lágstafi, og önnur rittákn. Lykillinn byggðist á ritsímalykli og var upphaflega notaður í símrita en síðan tekinn upp í tölvur. Hann var endurskoðaður nokkrum sinnum til 1987 þegar nýr 8-bita stafalykill, ISO 8859-1, var gefinn út. ASCII var samt algengasti stafalykillinn á Internetinu til 2007 þegar UTF-8 varð algengari. UTF-lyklarnir eru samhæfðir við ASCII og ISO 8859-1.

Heimildir

breyta
  1. 12 January 2015, mailarchive.ietf.org: Document Action: ASCII format for network interchange to Internet Standard Geymt 16 júlí 2019 í Wayback Machine, datatracker.ietf.org: Correct classification of Snið:IETF RFC (ASCII format) to Internet Standard Geymt 6 apríl 2016 í Wayback Machine
   Þessi tölvugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.