[go: up one dir, main page]

Áratugur er 10 ára tímabil.

Á íslensku er talað um fimmta, sjötta, sjöunda o.s.frv. áratuginn, hver áratugur hefst þá á ári sem endar á tölustafnum 1 og endar á ári sem endar á tölustafnum 0, sem er sama afmörkun og er notuð um aldir. Tímabilið 1981–1990 er þannig 9. áratugur 20. aldarinnar og 2011-2020 er 2. áratugur 21. aldarinnar.

Á ýmsum öðrum tungumálum er hugsunin og reglan með öðrum hætti, oft með því að bæta fleirtöluendingu aftan á ártöl en slíkt gengur illa upp í íslenskri málfræði. Samkvæmt enskri venju er þannig talað um 1980s (nineteeneighties) og samkvæmt þýskri 1980er (neunzehnachtziger) sem þau ár sem eru 198x, þ.e. fyrsta árið í slíkum áratug endar á tölustafnum 0 og hið síðasta endar á tölustafnum 9. Slíkt fellur ekki að íslensku eins og áður sagði, engin nöfn eru til fyrir tvo áratugi hverrar aldar (t.d. 190x og 191x) og fellur heldur ekki að skiptingu ára í aldir því t.d. 1900 er þá hluti af 1900s en samt hluti af öldinni á undan.

Tengt efni

breyta
   Þessi tímabilsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.